Sakamálasagan The Chinese Parrot eftir snillinginn Earl Derr Biggers var önnur í röðinni af mörgum sögum sem hann skrifaði um kínverska rannsóknarlögreglumanninn Charlie Chan, en þær nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og voru bæði gerðar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir þeim. Kom sagan fyrst út árið 1926.